NBD Á ÍSLANDI – – – – – – – Nýr vefur í undirbúningi

Norrænn vettvangur um byggingarmál

NBD ráðstefna í Helsinki 2011

NBD ráðstefna 2011 í Helsinki
Ráðstefna NBD,  Norræna byggingardagsins (Nordisk byggdag/ Nordic Building Forum) verður haldin í Helsinki  dagana 1. – 3. september 2011. Meginþemað er Markviss orka í samfélaginu / The Energy Efficient Community, meðfylgjandi er tengill á dagskrá ráðstefnunnar. Allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu er á vefnum er á  www.nordicbuildingforum.fi.

Það verður margt í boði fyrir aðila byggingariðnaðarins, svo sem arkitekta og aðra skipulags- og byggingahönnuði, byggingarverktaka og aðra aðila byggingariðnaðarins og er þeir hvattir til þátttöku. Við viljum sjá eins marga og mögulegt er á ráðstefnunni. Skráningargjald er aðeins 400 € ef greitt er fyrir 15. júní 2011.

Ráðstefnan verður sett í ráðshúsinu í Helsinki 1. september klukkan 18.00 í ráðhúsi Helsinki. Fyrirlestrarnir verða á föstudeginum 2. september 2011 klukkan 8 – 17 í alveg nýrri byggingu, Helsinki Music Centre. Aðalefni ráðstefnunnar er  “The Energy Efficient Community”. Það verða mjög góðir fyrirlesarar sem eru í forystu hjá opinberum og einkaaðilum á sviði byggingariðnaðarins og í hönnunargeiranum. Rætt verður til dæmis um hvernig vistvænar lausnir í hönnun og framkvæmdum hafa áhrif á daglegt líf, hvort borgarumhverfi geti verið orkusparandi og hvað grænn atvinnurekstur merkir. Kynningarfyrilesari er arkitekinn Andreas Klok Petersen frá BIG (Bjarke Ingels Group).

Hefðbundin “byggingarnótt” með kvöldverði verður haldin á föstudeginum klukkan 18  í veitingahúsinu NJK, siglingaklúbbshúsi frá 1861. Að venju verða ýmsar skoðunarferðir í boði í lok ráðstefnunnar, rútur fara í tvö áhugaverð íbúðahverfi og í nýja höfn í Vousaari. Á laugardegi fyrir hádegi er valkvæð sigling og verða þá verða skoðuð ýmis áhugaverð hafnarsvæði.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 4.3.2012 by .

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: