NBD Á ÍSLANDI – – – – – – – Nýr vefur í undirbúningi

Norrænn vettvangur um byggingarmál

NBD sagan skráð

Stjórn NBD á Íslandi gaf út ritið Norrænn byggingardagur / Nordisk byggdag 1927 – 2007 í tilefni áttatíu ára afmælis NBD. Um er að ræða veglegt rit sem dreift var prentuðu til fulltrúa NBD og pdf skjal af því er á þessari síðu.

Norrænn byggingardagur (NBD) eru ein elstu starfandi samtök um norræn málefni. Allt frá árinu 1927 hafa verið haldnar ráðstefnur til skiptis í löndunum fimm en sú fyrsta á Íslandi var haldin 1968. Var sú ráðstefna ein fjölmennasta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis eða með um 900 þátttakendur. Viðfangsefni á ráðstefnunum gefa ágæta mynd af áhersluatriðum í byggingariðnaði og skipulagsmálum og stöðu mála hjá gestgjafalandinu á hverjum tíma.  Á Íslandi voru ráðstefnur samtakanna haldnar 1968, 1983, 1999 og 2005.

Í formála ritsins segir Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður NBD á Íslandi, sem nýlega var einnig formaður norrænu samtakanna, meðal annars það mikils virði að eiga góða og nána vini þegar kreppir að og vonandi að þetta rit verði hvatning til framhalds á samstarfi þjóðanna og fróðleiksbrunnur þeim sem við taka. Ritið er gefið út á íslensku og sænsku. Gefur það góða yfirsýn yfir stærstu atburði samtakanna, það er ráðstefnur NBD.

Norrænn byggingardagur / Nordisk byggdag 1927 – 2007 (PDF skjal)

Auglýsingar

Information

This entry was posted on 8.3.2012 by .

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: