NBD Á ÍSLANDI – – – – – – – Nýr vefur í undirbúningi

Norrænn vettvangur um byggingarmál

Sýning á verkum Snøhetta

Sýningin Snøhetta – Arkitektúr, landslagshönnun, innanhússhönnun er haldin á Kjarvalsstöðum 14. janúar – 4. mars 2012. Þar verða sýnd líkök, ljósmyndir og textar sem fjalla um verk arkitektastofunnar Snøhetta.

Norska arkitektastofan Snøhetta hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir byggingar sínar. Hún bar sigur úr bítum í alþjóðlegri samkeppni um gerð Bókasafnsins í Alexandríu og nýja Óperuhússins í Ósló; byggingum sem nú eru orðnar að þekktum kennileitum. Á 20 ára afmæli stofunnar árið 2009 var efnt til stórrar yfirlitssýningar í nýju byggingarlistardeildinni í Listasafni Noregs í Ósló og er úrval verka frá þeirri sýningu sýnt á Kjarvalsstöðum. Sýningin skiptist í átta hluta þar sem arkitektastofan og afrek hennar eru kynnt á fjölbreyttan og lifandi máta.

Sýningin er gerð með stuðningi frá Norska sendiráðinu á Íslandi og er haldin á vegum Norska utanríkisráðuneytisins.
Hún er sett upp af byggingar- og hönnunardeild Listasafns Noregs í náinni samvinnu við Snøhetta.

Sýningarstjóri er Eva Madshus, yfirsýningarstjóri byggingar- og hönnunardeildar Listasafns Noregs.

Dagskrá

Sunnudag 15. janúar 2012 klukkan 15.  Kjarvalsstaðir – Snøhetta
Málþing skipulagt í tengslum við sýningu Snøhetta. Sýningarstjórinn Eva Madshus fjallar um norska byggingarlist í samtímanum og Tarald Lundvall framkvæmdarstjóri Snøhetta fjallar um valin verkefni. Þátttakendur í pallborði eru Ólöf Örvarsdóttir og Baldur Ó. Svavarsson, en umræður taka einnig á norskum áhrifum á íslenska byggingarlist.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Information

This entry was posted on 8.3.2012 by .

Leiðarkerfi

%d bloggurum líkar þetta: