NBD Á ÍSLANDI – – – – – – – Nýr vefur í undirbúningi

Norrænn vettvangur um byggingarmál

NBD á Íslandi

Norræni byggingardagurinn (NBD) er mikilvægur vettvangur og leiðandi afl á sviði húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndum. Í samræmi við markmið samtakanna eru haldnar ráðstefnur með fyrirlestrum, sýningum, skoðunarferðum og annarri faglegri samveru. NBD hefur verið haldinn til skiptis í fimm norrænu löndunum nánast samfellt allt frá stofnun samtakanna árið 1927. Stjórn þeirra er samsett af stjórnum NBD í hverju landi. Félagar/ stuðningsaðilar NBD á Íslandi eru áhugaaðilar um húsnæðis- og byggingarmál, svo og skipulagsmál, stofnanir, samtök og félög. Meginverkefni NBD er jafnan að halda ráðstefnuna Norræna byggingardaginn, samnorrænu ráðstefnuna. Síðast var Norrænn byggingardagur haldinn á Íslandi árið 2005, og síðan hefur NBD ráðstefnan verið haldin í Stokkhólmi 2007 og svo síðast í Helsinki 2011.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: